29.8.2007 | 11:54
Fyrsta bloggfærslan í vetur......
Það sem mér finnst mest pirrandi eru hnakkabílarnir sem keyra út um allan bæ og halda fyrir manni vöku. Ég bý mjög nálægt stóri umferðagötu og það er greynilegt að það sé mjög spenandi að keyra þessar druslur út götuna, allar með sprengda hljóðkúta eða "kraftpúst" sem gerir voða lítið fyrir bílana, nema gefa þetta hljóð. Ég hef ekkert á móti þessum gömlu bílum þar sem hljóðið er bara svona, en þetta er ekki e-ð krafthljóð, það er ekki hægt að lýsa þessu hljóði. Þeir eru á 10 km hraða, en ef þú hlustar á hljóðið þá er eins og hann sé á 120 km hraða.
Það væri sniðugt ef til væri....Ég veit ekki, eins og er þá er ekkert sem mér dettur í hug. Ég gæti auðvitað sagt, mér langar í lítið tæki sem er sími, ps3, myndavél, talva,ipod og meira og meira en bara til hvers að eiga e-ð þannig. Maður á þetta flest heima, og langar ekkert í svona. Langar öllum að horfa á t.d. bíómynd í pínkulitlum skjá, taka myndir á síma sem er 2 megapixla. Gæti vel verið að það séu margir sem vilja eiga svona en þegar þú ferð að pæla út í þetta, afhverju?
Afhverju er ekki boðið upp á t.d. pizzur í hádeginu á föstudögum. Ekki það að mér finnist langlokur vondar, en maður fær frekar fljótt leið á því. Kannski að maður yrði þá bara líka leiður á pizzum, ég veit ekki.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.